Þjónustustaðlar
Sjófrakt - innflutningur
- Upplýsingar um væntanlegar sendingar eru sendar út í vikunni áður en varan kemur til landsins.
- Tilkynningar um sendingar eru sendar til viðskiptavina daginn fyrir staðfestan komutíma.
- Öll skjöl sem tilheyra sendingu eru tilbúin til afhendingar á komudegi skips. Skjöl eru póstlögð til móttakanda nema þeir óski eftir að sækja þau í afgreiðslu okkar.
- Tollafgreiðsla: Jónar Transport tollafgreiða allar sendingar samdægurs fyrir þá viðskiptavini sem þess óska.
- Lausavara (LCL) er í síðasta lagi tilbúin til afgreiðslu á hádegi á fimmtudegi.
- Heilgámar (FCL) eru tilbúnir til heimkeyrslu í síðasta lagi á hádegi á fimmtudegi.
- Akstur lausavöru og heilgáma: Ef akstur er pantaður fyrir hádegi er hann afgreiddur samdægurs. Ef akstur er pantaður eftir hádegi er hann afgreiddur fyrir hádegi næsta dag.
Flugfrakt - innflutningur
- Allri skráningu á flugsendingum skal lokið fyrir hádegi.
- Tilkynningar eru sendar til viðskiptavina um leið og skráningu er lokið.
- Tollafgreiðsla: Jónar Transport tollafgreiða allar sendingar samdægurs fyrir þá viðskiptavini sem þess óska.
- Vöruafhending: Sendingar mótteknar að morgni í Vörumiðstöð eru tilbúnar til afhendingar þegar tollafgreiðsla hefur farið fram.
- Heimakstur: Miðað er við að heimakstri flugsendinga skuli lokið innan fjögurra klukkustunda að lokinni tollafgreiðslu.
Hraðsendingar
- Tilkynningar um sendingar eru sendar til viðskiptavina um leið og skráningu sendinga er lokið.
- Allar hraðsendingar eru afhentar í síðasta lagi kl 14:00.
- Tollafgreiðsla: Jónar Transport sjá um tollafgreiðslu á öllum hraðsendingum.
Útflutningur
- Hraðsendingar: Beiðnir um að sækja vörur til útflutnings sem eiga að fara samdægurs í flug þurfa að berast fyrir kl. 12:00. Gögn ekki seinna en kl. 11:00.
- Almenn flugfrakt: Flugvaran þarf að berast í vöruhúsi eigi síðar en kl. 14:00 sem fer í flug daginn eftir. Gögn og beiðnir fyrir flutning þurfa að berast ekki seinna en kl. 11:00 sama dag og varan er sótt. Ef um hættuefnavöru er að ræða þá bætist við auka-sólarhringur.
- Sjófrakt: Lausavara í sjó þarf að berast í vöruhús fyrir kl. 12:00 á miðvikudegi. Heilgámar þurfa að vera tilbúnir til flutnings hjá útflytjanda fyrir kl. 16:00 á miðvikudegi. Gögn til útflutnings þurfa að berast ekki seinna en á þriðjudegi.