Önnur þjónusta

Við einföldum þér hlutina.

Jónar Transport bjóða upp á akstur, hýsingu í vörumiðstöð og tollvörugeymslu. 

Akstur

Jónar Transport bjóða upp á akstur á öllum tollafgreiddum sendingum, sækja vörur til útflutnings, bæði lausavöru- og gámaakstur.

Sendibílar Jóna Transport eru sérútbúnir með hitastýringu og tvískiptu rými. Þar með er hægt að vera með blandaðan flutning á viðkvæmri vöru. Bílstjórar okkar hafa hættuefnaréttindi (ADR) og jafnframt vottun til þess að meðhöndla lyfjasendingar (GDP).

Miðað er við að heimakstri flugsendinga sé lokið innan fjögurra klukkustunda að lokinni tollafgreiðslu. Akstur lausavöru og heilgáma í sjóflutningi: Ef akstur er pantaður fyrir hádegi er hann afgreiddur samdægurs. Ef akstur er pantaður eftir hádegi er hann afgreiddur fyrir hádegi næsta dag.

Vörumiðstöð 

Vörumiðstöð leysir vandann við vörustjórnunina

Vörumiðstöðin er góður kostur fyrir þá sem búa við plássleysi og vilja losna við rekstrarkostnað sem fylgir lagerhaldi og dreifingu. Hægt er að geyma tollafgreiddar eða ótollafgreiddar vörur.

Hagkvæmni og markviss vörustýring

Með því að nýta sér vörumiðstöðina getur innflytjandinn aukið hagkvæmni sína og gert vörustjórnunina markvissari. Kostnaður innflytjanda við húsnæði, bíla, lyftara, og laun minnkar og verður í réttu hlutfalli við birgðastöðu og vöruflæði á hverjum tíma. 

Hverjir nota þjónustuna

Þjónustan getur leyst úr vanda þeirra sem búa við plássleysi og vilja skera niður kostnað. Vörumiðstöð annast lagerhald og dreifingu innflytjanda eða framleiðanda að hluta til eða að öllu leyti.

Hlutverk geymslu á ótollafgreiddum vörum, sem hafa komið til landsins, er að tollafgreiða þær í heilu lagi eða í hlutaúttektum skv. óskum innflytjanda.

Allur kostnaður verður breytilegur

Í flestum tilfellum þegar vörueigandi sinnir eigin lagerhaldi og dreifingu eru kostnaðarliðir tengdir þessum rekstrarþætti að mestu fastir. Sem dæmi má nefna húsnæðiskostnað,launakostnað, og kostnað vegna lyftara og annara tækja er tengjast slíkri starfssemi. Með því að nýta sér þjónustuna er kostnaður við lagerhald og dreifingu orðinn breytilegur, annars vegar háður birgðastöðu á hverjum tíma og hinsvegar bundinn vöruflæði í gegnum starfsemina. Þannig hefur vörueigandi möguleika á því að hámarka hagkvæmni með markvissri vörustjórnun.

 

Kostir þess að geyma vöru ótollafgreidda í tollvörugeymslu

Innflytjandi getur frestað greiðslu aðflutningsgjalda og virðisaukaskatts á vörum sínum. Hann greiðir aðeins gjöld og virðisauka af þeirri vöru sem hann leysir út hverju sinni.

Innflytjandi getur fengið birgðastöðu, úttektaryfirlit o.fl. með einföldum hætti.

 

Afgreiðsla á vörum

Afgreiðsla fer þannig fram að vörueigandi sendir afhendingarbeiðni til Vörumiðstöðvar í tölvupósti eða EDI þar sem tilgreint er hvaða vörunúmer skal afhenda, í hvaða magni og hver sé móttakandi vöru.

Ótollafgreiddar vörur þarf alltaf að tollafgreiða fyrir afhendingu.

Afgreiðsla miðast við að afhentar séu dreifieiningar eða heilir pallar.

Öflug öryggisvarsla er í geymslunni  og er gæsla þar allan sólarhringinn. Lagt er mikið upp úr því að gæta fyllsta öryggis í vörumeðhöndlun og geymslu vöru. 

Vörumiðstöðin uppfyllir skilyrði um hýsingu á lyfjum og einnig staðla líkt og GDP (Good Distribution Practice).

Upphitað húsnæði með ýmsum stærðarflokkum af hillum.

Kæli og frystiaðstaða.

Rakaskápar fyrir tóbak.

Hafa samband

Tollvörugeymslan er opin frá 8:00 til 16:00 alla virka daga.

Símanúmer er 458-8407