Flugsendingar
Það þurfa allir sinn Jón
Viðurkenndir og reynslumiklir samstarfsaðilar sækja og taka á móti sendingum hvar sem er í veröldinni og koma þeim til Íslands eftir fyrirfram ákveðnum leiðum.
Almenn flugfrakt
Við erum í samstarfi við öll flugfélög sem fljúga til Íslands. Það tryggir bestu flutningslausnina hverju sinni.
Viðskiptaþjónusta
Við finnum hagkvæmustu flutningaleiðina hverju sinni, gerum verðtilboð, sækjum vöru til sendanda og komum henni til viðtakanda. Þá getum við hvenær sem er upplýst hvar vara er stödd.
Beiðni um að safna saman sendingum
Samstarfsaðilar Jóna Transport í London og París bjóða viðskiptavinum upp á að pöntunum þeirra sé safnað saman í eina sendingu. Þannig er hægt að lækka sendingakostnað. Eyðublöð til útfyllingar eru hér.