Við flytjum hluti.

Alhliða flutningsmiðlari sem býður upp á víðtæka þjónustu tengda inn- og útflutningi. Við erum einnig sérfræðingar í flóknum og sérhæfðum flutningum.
Fáðu tilboð í þinn flutning

Innflutningur

 

Jónar finna hagkvæmustu flutningaleiðina hverju sinni og sníða flutninginn að þínum þörfum. Hver og einn Jón býr yfir þekkingu sem þarf til að tryggja bestu mögulegu þjónustu.

 

 

Meira

Útflutningur

 

Hraðinn skiptir máli. Jónar Transport veita alla þjónustu er snýr að útflutningi. Víðtæk reynsla og öflugt tengslanet starfsfólks okkar kemur þinni vöru öruggri á áfangastað.

 

Meira

Þjónusta & ráðgjöf

Þjónustuvefur

Einfaldara aðgengi að þínum upplýsingum

Tenging við stöðu sendinga, fjárhagsupplýsingar og upplýsingar um tengiliði hérlendis og erlendis.

Meira

Sérfræðingar

Starfsfólkið okkar

Jónar Transport búa yfir mikilvægum mannauði. Hópur starfsfólks hefur starfað í áratugi og hefur mikla þekkingu, reynslu og færni í samskiptum. Styrkleikar hvers og eins starfsmanns fá að njóta sín og áhersla er lögð á góða liðsheild sem skilar sér í fyrsta flokks þjónustu.

Meira

Skjalagerð

Allir pappírar á hreinu

Starfsfólk okkar leggur sig fram við að tryggja hraðvirka þjónustu og bein samskipti við tollayfirvöld. Boðið er upp á allar tollafgreiðslur sem þörf er á, t.d.   bráðabirgðatollafgreiðslu, tímabundinn innflutning, ATA Carnet og almennan inn- og útflutning á flug- og sjósendingum.

Meira

Sérverkefni

Jónar flytja allt nema óskalög

Hjá okkur starfa sérfræðingar sem halda utan um umfangsmikil sérverkefni sem tengjast m.a. stórtónleikum, kvikmyndaiðnaði, auglýsingaiðnaði, ráðstefnum og sýningum hér á landi. 

Meira

Fáðu tilboð


Kíktu við

Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur í Kjalarvoginum, sjá kort.