Flugsendingar
Það þurfa allir sinn Jón
Leitast er við að veita alhliða þjónustu í flugflutningum. Jónar Transport geta veitt alla þjónustu sem snýr að útflutningi hvort sem um er ræða almenna flugfrakt eða hraðsendingar.
Sérfræðingar
Við finnum hagkvæmustu flutningaleiðina hverju sinni sem hentar þínum þörfum. Okkar reynsla er dýrmæt þegar kemur að flóknum flutningum. Þegar kemur að flóknum flutningum þá höfum við tilskilin leyfi, svo sem til að meðhöndla hættuefni (DGR) og lyfjasendingar sem þurfa sérstaka vörumeðhöndlun gagnvart hitastigi. Fulltrúar okkar starfa eftir reglugerð GDP (Good Distribution Practice) og hafa hlotið tilskilda og viðeigandi vottun um vörumeðhöndlun lyfja.
Almenn flugfrakt
Við erum í samstarfi við öll flugfélög sem fljúga frá Íslandi. Það tryggir bestu flutningslausnina.
Hraðsendingar
Við vinnum náið með hraðsendingafyrirtækjum hér á landi sem gefur okkur tækifæri á að senda smærri pakka, sem og skjalasendingar, með skömmum fyrirvara til viðtakenda.