Skjalagerð

Láttu okkur sjá um skjalagerðina

Ýmislegt verður að hafa í huga við útflutning þannig að varan fái rétta meðhöndlun og sé tilbúin til flutnings á réttum tíma. Hér finnur þú allt sem þú þarft að vita þegar þú þarft að flytja út vöru. Við vitum að tími þinn er dýrmætur og viljum einfalda þér hlutina. 

 

Jónar Transport hafa um 30 ára reynslu í samskiptum við tollayfirvöld og hafa á að skipa reynslumikinn hóp starfsfólks.

Rafræn samskipti við tollayfirvöld tryggja örugga og hraða afgreiðslu á tollskýrslum. 

Á vef Tollstjóra eru upplýsingar um tollflokka og gjöld. Athugið að leitarorð þurfa að vera í fleirtölu. Þar er einnig reiknivél sem nýtist við netverslun. Ef þú ert viðtakandi gjafar þá eru einnig gagnlegar upplýsingar hér

Við getum séð um öll samskipti við tollinn fyrir þig og tollafgreiðum samdægurs fyrir þá viðskiptavini sem þess óska.

Önnur eyðublöð og upplýsingar sem tengjast inn- og útflutningi má finna undir upplýsingar/ýmis skjöl

Starfsfólk tollafgreiðslu, sími 535-8039 .

Hafa samband