Farmtryggingar

Jónar Transport bjóða viðskiptavinum sínum farmtryggingar í tveimur þrepum sem við nefnum A og B. Þær gilda yfir nær alla vöruflokka aðra en búslóðir og bifreiðar.

A. trygging:

Vörusendingar eru tryggðar upp að C+F verðmæti 6,1 milljónir ISK og kostar sú trygging 3000 ISK á hverja sendingu.

B. trygging:

Vörusendingar sem ná yfir sendingar að C+F verðmæti yfir 6,1 milljónir ISK, að hámarki 24 milljónir ISK, og er þá tryggingin 0,34% af C+F verðmæti.

C. trygging:

Vörusendingar sem ná yfir sendingar að C+F verðmæti yfir 24 milljónir ISK þarf að kaupa sérstaklega skriflega áður en flutningur á sér stað.

Athugið mjög vel eftirfarandi:
Allir þeir sem hafa verið með A. og B. tryggingar hjá okkur, sem og allir nýir aðilar, eru sjálfkrafa með þær tryggingar.

Þeir sem ekki voru með neinar tryggingar gegnum okkur, að eigin ósk, halda því óbreyttu nema þeir staðfesti annað skriflega.

Það er mjög mikilvægt að þú, viðskiptavinur góður, gerir þér grein fyrir því hvernig ofangreint virkar í raun. Mikil verðmæti geta verið í húfi og við viljum umfram allt að þið séuð með þessa hluti á hreinu.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá vinsamlegast hafið samband við viðskiptaþjónustu okkar.