Sjóflutningar

Það þurfa allir sinn Jón

Jónar Transport bjóða uppá heildarlausnir í sjóflutningum frá Íslandi og eru í góðu samstarfi við skipafélög og erlenda samstarfsaðila sem koma að áframflutningi vörunnar um heim allan.

Boðið er upp á vikulegar siglingar frá Íslandi hvort sem um er að ræða heilgámaflutning eða flutning á lausavöru.

Sérfræðingar

Mikil reynsla okkar starfsfólks kemur sér vel þegar finna þarf öruggustu og hagkvæmustu leiðina. Við erum því til staðar hér fyrir þig. 

Við erum lausnamiðuð og hvort sem um er að ræða viðkvæman varning eins og lyf sem uppfylla þarf ákveðin grunnskilyrði um hitastýringu, stórflutninga, sértæk verkefni, leiguskip eða vörur sem þurfa samsettan flutning, þá finnum við lausn.

Við finnum hagkvæmustu flutningaleiðina hverju sinni, sækjum og móttökum vörur og komum þeim á áfangastað. Okkar reynsla er dýrmæt þegar kemur að flóknum flutningum. 

Starfsfólk útflutningsdeildar

Vertu endilega í bandi við fulltrúa okkar hér að ofan og við svörum þér um hæl

Hér er tengill á móttöku- og lokunartíma sjóvöru frá Íslandi

VGM - Skráning á heildarþyngd

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) gerir þær kröfur, frá og með 1. júlí 2016, að sendendur farms tilgreini brúttóþyngd gáma áður en þeim er skipað um borð. Þetta er gert til auka bæði öryggi skips og farms, starfsmanna við lestun og uppskipun og almennt öryggi á hafi úti.

Kröfurnar byggja á alþjóðlegri samþykkt um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS), sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur staðfest og tekin verður upp í landslögum allra ríkja heims.

Hvað er staðfest heildarþyngd gáms?

Brúttóþyngd innihaldsins að viðbættum eigin þunga gámsins er kölluð staðfest heildarþyngd gáms (VGM). Hún er fundinn með því að:

• (Method 1) Farmsendandinn vigtar gáminn með innihaldi eftir að hleðslu er lokið þegar gámur hefur verið innsiglaður, og notar við það kvarðaða og löggilta vog.

• (Method 2) Farmsendandinn notar kvarðaða og löggilta vog til að vigta allt innihald gámsins, þar með talið (án þess að takmarkast við) farm, bretti, umbúðir og sjóbúnað. Við þá þyngd bætist síðan eigin þyngd gámsins.

Hvenær er gerð krafa um að staðfest heildarþyngd gáms sé tilgreind?

Það er ávallt gerð krafa um það. Gámi verður ekki skipað um borð í skip nema farmflytjanda og útskipunarhöfn eða fulltrúa hans, hafi verið tilkynnt um staðfesta heildarþyngd (VGM) gámsins með nægilegum fyrirvara.

Hver ber ábyrgð á því að tilkynna sannprófaða heildarþyngd?

Sendandi farms ber ávallt ábyrgð á því að sannprófa heildarþyngd gáma og skrá hana, óháð því hver flutningsaðilinn er.

Smellið á skráningarform til að fylla út vigtunarlista og sendið með flutningsfyrirmælum á netfangið export@jonar.is

Skráningarformið má nálgast hér: VGM form

Nánari upplýsingar má  finna í opinberum leiðbeiningum SOLAS,  SOLAS official guidelines , og í leiðbeiningum nefndar um öryggi á hafi úti,  The Maritime Safety Committee Implementation Guidelines

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.