Skilmálar

Við biðjum viðskiptavini að kynna sér vel skilmála okkar

Hér finnast finnast skilmálar sem Jónar Transport styðjast við.

Þjónustuskilmálar 

Þjónustuskilmálar Jóna Transport gilda um öll verk og alla þjónustu sem félagið tekur að sér, eftir því sem við á, í samræmi við það sem nánar er kveðið á um í skilmálunum. Skilmálarnir marka réttarstöðu viðskiptavina Jóna Transport gagnvart fyrirtækinu varðandi þá þjónustu og þau verk sem félagið tekur að sér. Skilmálarnir hafa meðal annars að geyma ákvæði um réttindi og skyldur aðila, ábyrgð aðila og takmörkun á ábyrgð Jóna Transport.

Að auki gilda almennir þjónustuskilmálar flutningasviðs SVÞ um þá þjónustu sem félagið veitir. Skilmálarnir eru fyrst og fremst ætlaðir til að skýrt sé kveðið á um réttindi og skyldur í samningum milli aðildarfyrirtækja flutningasviðsins og viðskiptavina þeirra, þegar um er að ræða hvers kyns flutningatengda þjónustu þar sem ekki er gefið út sérstakt farmbréf. Vitnað er þá til skilmálanna í samningum milli aðila.

Tollmiðlunarskilmálar


Skilmálar tollmiðlunar eru fyrst og fremst ætlaðir til að skýrt sé kveðið á um réttindi og skyldur í samningum milli tollmiðlunar Jóna Transport og viðskiptavina þeirra. Skilmálar þessir taka gildi þegar umboð til tollafgreiðslu liggur fyrir. 

Flutningsskilmálar - flugflutningar


Flutningsskilmálar farmflytjenda eru skilgreindir á farmbréfum. Skilmálarnir tilgreina réttindi og skyldur vegna flutninga. Mikilvægt er að gera athugasemdir strax við móttöku vöru ef um tjón er að ræða.

Alþjóðlegar reglur og tímamörk um tjónakröfur má sjá á bakhlið flugfarmbréfs samkvæmt IATA Resolution 600b hverju sinni. Ef frávik eru á okkar tengli hér að neðan og IATA Resolution 600b, þá gildir nýjasta IATA. 

Sérstaklega er bent á ákvæði um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda og viðskiptavinum bent á að tryggja vörur sínar í samræmi við það.

Við bendum á að við tjón er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi tímaramma í huga, frá komu vörunnar og skriflega kröfutilkynningu:

14 daga vegna skemmda 

21 dags vegna seinkunar 

120 daga vegna tapaðrar sendingar

Skilmálar flugflutninga (IATA Resolution 600b)

Flutningsskilmálar - sjóflutningar


Flutningsskilmálar farmflytjenda eru skilgreindir á farmbréfum. Skilmálarnir tilgreina réttindi og skyldur vegna flutninga. Mikilvægt er að gera athugasemdir strax við móttöku vöru ef um tjón er að ræða.

Um sjóflutninga, þ.m.t. strandflutninga, gilda flutningsskilmálar farmflytjenda (fyrir fjölþáttaflutninga og flutning frá höfn til hafnar),  eins og þeir eru á hverjum tíma, flutningssamningar milli aðila og ákvæði siglingalaga nr. 34/1985, eftir því sem við á.

Skilmálar sjóflutninga

Farmbréf fyrir fjölþáttaflutning

Íslensk þýðing á flutningaskilmálum Samskipa. Beri eitthvað á milli gildir enski frumtextinn.

Sjá enska textann

Sjá íslenska textann

Incoterms 2020

Í skilmálum Incoterms er útskýrð ábyrgð á afgreiðslu vöru á milli seljanda og kaupanda. Þeir fela einnig í sér útskýringu á hlutverki flutningsmiðlara og tollmiðlara, sem og hvaða aðili ber ábyrgð á sjálfri vörunni á ákveðnum stigum flutnings frá upprunastað til móttökustaðar. Incoterms ber ekki að gefa til kynna heldur taka sérstaklega fram í samningum. Ennfremur er góð venja að hafa nýjustu söluskilmála í samningum, í þessu tilfelli Incoterms 2020.

Sjá hér upplýsingar um Incoterms 2020 á vefsíðu International Chamber of Commerce (ICC)

Farmtryggingar

Jónar Transport bjóða viðskiptavinum sínum farmtryggingar í tveimur þrepum sem við nefnum A og B. Þær gilda yfir nær alla vöruflokka aðra en búslóðir og bifreiðar.

  • • A. trygging Vörusendingar eru tryggðar upp að C+F verðmæti kr. 5 milljón og kostar sú trygging kr. 2.500 pr. sendingu. Sjálfsábyrgð er kr. 10.000 pr. sendingu..
  • • B. trygging Vörusendingar nær yfir sendingar að C+F verðmæti yfir kr. 5 milljónir, hámark kr. 20 milljónir, og er þá tryggingin prósentuhlutfall af C+F verðmæti. Engin sjálfsábyrgð er á þessari tryggingu.
    Viðskiptavinir okkar verða sem fyrr að óska sérstaklega eftir þessari farmtryggingu með
    skriflegum hætti, skv. samningi, með tölvupósti, faxi eða bréfi.


Athugið mjög vel eftirfarandi:
Allir þeir sem hafa verið með A. trygginguna hjá okkur, sem og allir nýir aðilar, eru sjálfkrafa með
A. trygginguna. Ef einhver samþykkir það ekki, þá vinsamlegast látið okkur vita skriflega og við munum ganga þannig frá.

Þeir sem ekki voru með neinar tryggingar gegnum okkur, að eigin ósk, halda því óbreyttu nema þeir staðfesti annað skriflega.

Varðandi B. trygginguna (yfir kr. 5 milljónir C+F verðmæti) þá eru í dag eingöngu þeir viðskiptavinir með hana sem hafa óskað eftir því skriflega, t.d. í samningum, bréflega eða á tölvupósti. Það verður áfram óbreytt hjá þeim aðilum.

Það er mjög mikilvægt að þú, viðskiptavinur góður, gerir þér grein fyrir því hvernig ofangreint virkar í raun. Mikil verðmæti geta verið í húfi og við viljum umfram allt að þið séuð með þessa hluti á hreinu.

Í skilmálum Incoterms er útskýrð ábyrgð á afgreiðslu vöru á milli seljanda og kaupanda. Þeir fela einnig í sér útskýringu á hlutverki flutningsmiðlara og tollmiðlara, sem og hvaða aðili ber ábyrgð á sjálfri vörunni á ákveðnum stigum flutnings frá upprunastað til móttökustaðar. Incoterms ber ekki að gefa til kynna heldur taka sérstaklega fram í samningum. Ennfremur er góð venja að hafa nýjustu söluskilmála í samningum, í þessu tilfelli Incoterms 2020.