Incoterms 2020
Alþjóðlegir og viðurkenndir viðskiptaskilmálar.
Í skilmálum Incoterms er útskýrð ábyrgð á afgreiðslu vöru á milli seljanda og kaupanda. Þeir fela einnig í sér útskýringu á hlutverki flutningsmiðlara og tollmiðlara, sem og hvaða aðili ber ábyrgð á sjálfri vörunni á ákveðnum stigum flutnings frá upprunastað til móttökustaðar. Incoterms ber ekki að gefa til kynna heldur taka sérstaklega fram í samningum. Ennfremur er góð venja að hafa nýjustu söluskilmála í samningum, í þessu tilfelli Incoterms 2020.
Nýjustu skilmálar eru uppgefnir hjá International Chmber of Commerce (ICC)