Skjalagerð

Allir pappírar á hreinu

Starfsfólk okkar leggur sig fram við að tryggja hraðvirka þjónustu og bein samskipti við tollayfirvöld. Boðið er upp á allar tollafgreiðslur sem þörf er á, t.d.   bráðabirgðatollafgreiðslu, tímabundinn innflutning, ATA Carnet og almennan inn- og útflutning á flug- og sjósendingum.

Jónar Transport hafa um 30 ára reynslu í samskiptum við tollayfirvöld og hafa á að skipa reynslumikinn hóp starfsfólks.

Rafræn samskipti við tollayfirvöld tryggja örugga og hraða afgreiðslu á tollskýrslum. 

Á vef Tollstjóra eru upplýsingar um tollflokka og gjöld. Athugið að leitarorð þurfa að vera í fleirtölu. Þar er einnig reiknivél sem nýtist við netverslun. Ef þú ert viðtakandi gjafar þá eru einnig gagnlegar upplýsingar hér

Við getum séð um öll samskipti við tollinn fyrir þig og tollafgreiðum fyrir þá viðskiptavini sem þess óska.

Önnur eyðublöð og upplýsingar sem tengjast inn- og útflutningi má finna undir upplýsingar/ýmis skjöl

Starfsfólk tollafgreiðslu , sími 535-8039 .

Hafa samband