Farmtryggingar

Jónar Transport bjóða viðskiptavinum sínum farmtryggingar í tveimur þrepum sem við nefnum A og B. Þær gilda yfir nær alla vöruflokka aðra en búslóðir og bifreiðar.

 A. trygging: 

Vörusendingar eru tryggðar upp að C+F verðmæti 5 milljónir ISK og kostar sú trygging 2.500 ISK á hverja sendingu.

B. trygging:

Vörusendingar sem ná yfir sendingar að C+F verðmæti yfir 5 milljónir ISK, að hámarki 20 milljónir ISK, og er þá tryggingin prósentuhlutfall af C+F verðmæti.

Viðskiptavinir okkar verða sem fyrr að óska sérstaklega eftir þessari farmtryggingu með skriflegum hætti, skv. samningi, með tölvupósti, faxi eða bréfi.

Athugið mjög vel eftirfarandi:
Allir þeir sem hafa verið með A. trygginguna hjá okkur, sem og allir nýir aðilar, eru sjálfkrafa með
A trygginguna. 

Þeir sem ekki voru með neinar tryggingar gegnum okkur, að eigin ósk, halda því óbreyttu nema þeir staðfesti annað skriflega.

Varðandi B. trygginguna (yfir 5 milljónir ISK í C+F verðmæti) þá eru í dag eingöngu þeir viðskiptavinir með hana sem hafa óskað eftir því skriflega, t.d. í samningum, bréflega eða á tölvupósti. Það verður áfram óbreytt hjá þeim aðilum.

Það er mjög mikilvægt að þú, viðskiptavinur góður, gerir þér grein fyrir því hvernig ofangreint virkar í raun. Mikil verðmæti geta verið í húfi og við viljum umfram allt að þið séuð með þessa hluti á hreinu.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá vinsamlegast hafið samband við viðskiptaþjónustu okkar.