Incoterms 2010

Alþjóðlegir og viðurkenndir söluskilmálar.

Þegar verið er að semja á alþjóðavettvangi er nauðsynlegt að veita jafn mikla athygli söluskilmálum eins og verðinu. Koma má í veg fyrir misskilning með því að nota hina alþjóðlegu viðurkenndu söluskilmála Incoterms 2010

Í skilmálum Incoterms er útskýrð ábyrgð á afgreiðslu vöru á milli seljanda og kaupanda. Þeir fela einnig í sér útskýringu á hlutverki flutningsmiðlara og tollmiðlara, sem og hvaða aðili ber ábyrgð á sjálfri vörunni á ákveðnum stigum flutnings frá upprunastað til móttökustaðar. Incoterms ber ekki að gefa til kynna heldur taka sérstaklega fram í samningum. Ennfremur er góð venja að hafa nýjustu söluskilmála í samningum, í þessu tilfelli Incoterms 2010.

Incoterms er skipt í tvo flokka:

 1. Reglur fyrir alla flutningsmáta
  Á við skilmálana EXW (Ex Works [frá upprunastað]), FCA (Free Carrier [frír farmflytjandi]), CPT (Carriage Paid To [flutningur greiddur til]), CIP (Carriage and Insurance Paid To [flutningur og trygging greidd til ]), DAT (Delivered at Terminal [afhent á stöð]), DAP (Delivered at Place [afhent á stað]), and DDP (Delivered Duty Paid [afhent og greiddur tollur])
 2. Reglur aðeins fyrir sjó- og vatnaflutninga
  Á við skilmálana FAS (Free Alongside Ship [frítt að skipshlið]), FOB (Free on Board [frítt um borð]), CFR (Cost and Freight [kostnaður og farmgjald]), and CIF (Cost Insurance and Freight [kostnaður, trygging og farmgjald]).

Incoterms skýringarmynd

Nánari skýring á hverjum skilmála.

EXW (Ex works)

Seljanda ber að hafa vöruna tilbúna til afhendingar við hurð. Kaupandi tekur yfir áhættu og greiðir allan kostnað frá dyrum seljanda. Skilmáli þessi er notaður fyrir allan flutningsmáta.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Skírteini og tollapappírar – Að beiðni kaupanda, áhættu hans og kostnaðar, skal útvega hjálp við að fá leyfi, skjöl og heimildir sem þörf er á vegna útflutnings og innflutnings á vörunum.
 • Flutningur – Seljandi hefur engar skyldur til að útvega flutning á vörunum.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þangað til vörurnar hafa verið teknar saman fyrir kaupanda og eru tilbúnar til afhendingar.

Ex Works skilmálinn er oft notaður þegar verið er að gefa fyrsta verð í vörur. Þá sést kostnaður vöru án nokkurs annars kostnaðar.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupandi á að útvega á eigin áhættu og kostnað, öll útflutnings- og innflutningsleyfi, tollagjöld og önnur  gjöld, heimildir og skjöl.
 • Yfirfærsla áhættu – Kaupandi tekur yfir alla áhættu (tjón eða skemmdir) frá þeim tíma sem vörurnar eru tilbúnar til afhendingu við dyr seljanda.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan kostnað frá því vörurnar eru tilbúnar til afhendingu; borga allan kostnað vegna vanefnda á að ná í vörurnar

Kaupandi ber ábyrgð á að endurgreiða seljanda hvern þann kostnað sem hefur orðið til vegna skjalavinnslu í upprunalandi eða útflutningslandi vöru.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

FCA (Free Carrier)

Seljanda er skylt að tollafgreiða vöruna til útflutnings og afhenda til þess flutningsaðila sem kaupandi tilgreinir, á tilgreindan stað. Skilmáli þessi er notaður fyrir allan flutningsmáta.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljandi ber enga skyldu til að útvega flutning eftir að vörurnar hafa verið afhentar til þess farmflytjanda sem seljandi hefur tilgreint.
 • Afhending – Afhendingu er lokið af hálfu seljanda þegar hann annað hvort kemur vörunum á flutningsbíl sem hefur verið útvegaður eða afhendir vörurnar óafhlaðna á stöð* (járnbrautarstöð, flugstöð eða umferðarmiðstöð) farmflytjanda sem seljandi hefur tilgreint.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þar til vörurnar hafa verið afhentar til þess farmflytjanda sem kaupandi tilgreinir

*  Stöð (enska: terminal)  á einnig við um járnbrautarstöð, flugstöð, gámasvæði og umferðarmiðstöð.

Samantekt á ábyrgð kaupanda

 • Leyfi og tollapappírar – Kaupandi þarf að framkvæma og borga allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum þar meðtalin tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupandi stofnar til flutnings þegar vörurnar hafa verið afhentar til farmflytjanda
 • Yfirfærsla áhættu – Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stund þegar vörurnar eru afhentar til farmflytjanda.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan flutningskostnað og tryggingu frá því að vörurnar hafa verið afhentar til farmflytjanda

Farmflytjandi (enska:  carrier) hefur sértæka merkingu en einnig nokkuð útvíkkaða. Farmflytjandi getur verið skipafélag, flugfélag, flutningsbílafyrirtæki eða járnbrautafélag. Farmflytjandi getur einnig verið einstaklingur eða fyrirtæki sem tekur að sér flutninga, svo sem flutningsmiðlari.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

CPT (Carriage paid to)

Seljandi er ábyrgur fyrir tollafgreiðslu til útflutnings og flutningi til ákvörðunarstaðar. Kaupandi er ábyrgur fyrir allri áhættu vegna mögulegs tjóns eða skemmda frá því afhending hefur átt sér stað, til fyrsta farmflytjanda. Skilmáli þessi er notaður fyrir allan flutningsmáta.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljanda ber skylda til að útvega aðalflutning á vörunum til staðar á ákvörðunarstað.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar vörunum hefur verið afhent til fyrsta farmflytjanda.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan flutningskostnað þar til vörurnar hafa borist og eru afhlaðnar á ákvörðunarstað.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupandi ber að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalið tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupandi hefur engar skyldur til að útvega flutning.
 • Yfirfærsla áhættu –  Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu þegar vörurnar  hafa verið afhentar til fyrsta farmflytjanda.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan viðbótarkostnað vöru frá því að vörurnar hafa borist til samþykkta ákvörðunarstaðarins.

Þótt hvorki seljanda né kaupanda beri skylda til að kaupa vátryggingu fyrir meginflutningnum þá gætu báðir haft vátryggjanlegan áhuga. Varfærni gæti orðið til fyrirskipaðra kaupa á aukinni vátryggingu.

Ef margir framflytjendur eru notaðir þá færist áhættan frá seljanda til kaupanda þegar fraktin hefur verið afhent til fyrsta farmflytjanda.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

CIP (Carriage and insurance paid to)

Seljandi er ábyrgur fyrir tollafgreiðslu til útflutnings, vátryggingu og flutningi til ákvörðunarstaðar. Kaupandi er ábyrgur fyrir allri áhættu vegna mögulegs tjóns eða skemmda frá því að afhending hefur átt sér stað þar til fyrsti farmflytjandi fær vöruna. Skilmáli þessi er notaður fyrir allan flutningsmáta.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur og trygging – Seljanda ber skylda til að útvega aðalflutning á vörunum og tryggingu til ákvörðunarstaðar. Vátryggingarsamningur verður að heimila kaupanda að gera kröfu sína beint á vátryggjanda.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar vörunum hefur verið afhent til fyrsta farmflytjanda.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan flutningskostnað og vátryggingu þar til varan hefur borist og er afhlaðin á ákvörðunarstað.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupanda ber að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalið tolla og gjöld.
 • Flutningur – kaupandi hefur engar skyldur til að útvega flutning
 • Yfirfærsla áhættu –  Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu sem vörurnar hafa verið afhentar til fyrsta farmflytjanda.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan viðbótarkostnað vöru frá því vörurnar hafa borist til samþykkta ákvörðunarstaðarins.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

DAT (Delivered at terminal)

Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði sem hlýst af því að koma vörunni til stöðvar og að afhlaða á nefndri höfn eða á ákvörðunarstað. Skilmáli þessi er notaður fyrir allan flutningsmáta.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljanda ber skylda til að útvega flutning á vörunum og hafa þær tilbúnar fyrir kaupanda á ákvörðunarsvæði.
 • Afhending – Afhendingu er lokið þegar vöru hefur verið afhlaðin á samþykktu svæði.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þangað til vörurnar hafa verið afhentar.


SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupanda ber að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalin tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupanda ber engin skylda til að útvega flutning.
 • Yfirfærsla áhættu –  Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu sem vörurnar eru tilbúnar á svæði.
 • Kostnaður – Kaupandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði frá því vörurnar eru tilbúnar á tilgreindu ákvörðunarsvæði.

DAP (Delivered at place)

Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði sem hlýst af því að útbúa vöruna til afhendingar fyrir kaupanda á nefndum ákvörðunarstað auk þess að tollafgreiða til útflutnings. Seljandi er þó ekki ábyrgur fyrir kostnaði við að afhlaða vörunni af farartæki. Skilmáli þessi notaður fyrir allan flutningsmáta.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljanda ber skylda til að útvega flutning á tilgreinda staðsetningu á ákvörðunarstað.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar vörunar hafa verið afhentar á tilgreindan ákvörðunarstað.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þangað til vörurnar hafa verið afhentar á tilgreindan ákvörðunarstað.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupanda ber að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalin tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupanda ber engin skylda til að útvega flutning.
 • Yfirfærsla áhættu –  Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu sem vörurnar eru tilbúnar á tilgreindri staðsetningu á ákvörðunarstað.
 • Kostnaður – Kaupandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði frá því vörurnar eru tilbúnar á tilgreindu ákvörðunarsvæði.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

DDP (Delivered duty paid)

Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði sem hlýst af því að útbúa vöruna til afhendingar fyrir kaupanda á nefndum ákvörðunarstað auk þess að tollafgreiða til útflutnings. Seljandi er þó ekki ábyrgur fyrir kostnaði við að afhlaða vörunni af faratæki. Skilmáli þessi er notaður fyrir allan flutningsmáta.


SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljanda ber skylda til að útvega flutning á vöru og hafa tilbúna fyrir kaupanda á ákvörðunarsvæði.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar varan hefur borist óafhlaðin á tilgreinda staðsetningu á ákvörðunarstað.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þangað til vörurnar hafa verið afhentar á tilgreindan ákvörðunarstað.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Kaupandi þarf að útvega, samkvæmt beiðni seljanda, áhættu og aðstoð við að tryggja leyfi, skjalagerð og heimildir til innflutnings og útflutnings á vörum.
 • Flutningur – Kaupanda ber engin skylda til að útvega flutning.
 • Yfirfærsla áhættu – Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu sem vörurnar eru tilbúnar á tilgreindri staðsetningu á ákvörðunarstað.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan kostnað  vöru frá því að vörurnar eru tilbúnar á tilgreindu ákvörðunarsvæði.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

FAS (Free alongside ship)

Seljanda er skylt að tollafgreiða vöruna til útflutnings og staðsetja hana við skipshlið í tilgreindri höfn. Skilmáli þessi er einungis notaður fyrir sjó- og vatnaflutning.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Afhending – Afhendingu er talin lokið þegar seljandi kemur vörunum að hlið skips á tilgreindum stað og á tilskildum tíma.
 • Flutningur – Seljandi útvegar forflutning að hafnarbakka.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þar til vörurnar eru afhentar að skipshlið nefnds skips.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupandi þarf að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalið tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupandi stofnar til flutnings frá tilgreindri höfn sendingar.
 • Yfirfærsla áhættu –  Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu sem  vörurnar hafa verið afhentar að skipshlið.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan flutningskostnað og tryggingu frá því vörurnar hafa verið afhentar að skipshlið.

Skilmálunum FAS og FOB er oft ruglað saman. Í allflestum tilfellum sjósendinga þá eru vörurnar raunverulega afhentar til farmflytjanda á gámasvæði þeirra en ekki settar beint um borð skips; án þess að það hafi sérstaklega verið svo um búið, þá ættu þessar sendingar að vera FAS en ekki FOB.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

FOB (Free on board)

Seljanda er skylt að tollafgreiða vöruna til útflutnings og koma henni um borð í tilgreint flutningsfar. Skilmáli þessi er einungis notaður fyrir sjó- og vatnaflutninga.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljandi útvegar forflutning og hleðslu um borð í skip.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar seljandi kemur vörunum um borð nefnds flutningsfars í tilgreindri höfn og á tilskildum tíma.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan kostnað þar til vörurnar eru afhentar um borð í tilgreint skip.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupanda ber að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalið tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupandi stofnar til flutnings frá tilgreindri höfn sendingar.
 • Yfirfærsla áhættu  – Kaupandi tekur ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu þegar vörurnar  hafa verið lestaðar um borð í tilgreint skip.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan flutningskostnað og tryggingu frá að vörurnar hafa verið afhentar um borð í tilgreint skip.

Frí um borð (FOB) skilmálinn er einn rangtúlkaðasti skilmálinn. FOB skilmálann er einungis hægt að nota þegar flutningsmáti er sjó- eða vatnaflutningur en ekki um land- eða flugflutning. Jafnvel þegar skilmálinn er notaður fyrir réttan flutningsmáta ætti innflytjandinn að hafa gát á því að tæknilega séð ætti fraktin þeirra að vera hlaðin um borð í skip þegar hún er afhent til sjófarmflytjanda. Þetta gerist nær eingöngu þegar um er að ræða lausavöru (bulk), uppskipta lausavöru (break bulk), og ekjufarmi (RO/RO cargo).  Flestar gámasendingar ættu að vera FAS en ekki FOB.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

CFR (Cost and freight)

Seljandi er ábyrgur fyrir tollafgreiðslu til útflutnings og að koma vörunni á tilgreindan stað í tilgreindri höfn. Skilmáli þessi er einungis notaður fyrir sjó- og vatnaflutning.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur – Seljanda ber skylda til að útvega flutning á vörunum til ákvörðunarhafnar. Hinsvegar, þegar vörurnar hafa farið yfir borðstokk skips í höfn sendingarinnar, þá yfirtekur kaupandi  ábyrgð á allri hættu á tjóni eða skemmdum.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar vörunum hefur verið hlaðið um borð í höfn sendingarinnar.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan flutningskostnað til ákvörðunarhafnarinnar.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupandi þarf að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalið tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupandi stofnar til framhaldsflutnings frá tilgreindri ákvörðunarhöfn sendingar til loka áfangastaðar.
 • Yfirfærsla áhættu –  Kaupandi tekur yfir ábyrgð á allri tjónhættu eða skemmdum frá þeirri stundu sem vörurnar hafa farið yfir borðstokk skips í höfn sendingarinnar.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan viðbótakostnað á vörunum, frá því að þær hafa borist til ákvörðunarhafnarinnar.

Þótt seljandi sé ekki lagalega ábyrgur fyrir fraktinni eftir að hún hefur farið yfir borðstokk skips í höfn sendingarinnar, þá gæti hann haft „vátryggjanlegan áhuga“ á meðan sjóferð stendur. Varfærni seljanda gæti orðið til fyrirskipaðra kaupa á aukinni vátryggingu.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/

CIF (Cost, insurance and freight)

Seljandi er ábyrgur fyrir tollafgreiðslu til útflutnings, tryggingu og flutningskostnaði til tilgreindrar ákvörðunarhafnar. Skilmáli þessi er einungis notaður fyrir sjó- og vatnaflutning.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ SELJANDA

 • Leyfi og tollapappírar – Seljandi er ábyrgur fyrir öllum kostnaði vegna tolla og annarra gjalda er falla til við útflutning vöru. Einnig er hann ábyrgur fyrir öllum útflutningspappírum.
 • Flutningur og trygging – Seljanda ber skylda til að útvega aðalflutning á vörunum og tryggingu til ákvörðunarhafnar. Vátryggingarsamningur verður að heimila kaupanda að gera kröfu sína beint á vátryggjanda. Hinsvegar, þegar vörurnar hafa farið yfir borðstokk skips í höfn sendingarinnar, yfirtekur kaupandi  ábyrgð á allri hættu á tjóni eða skemmdum.
 • Afhending – Afhending er talin lokið þegar vörunum hefur verið hlaðið um borð í höfn sendingarinnar.
 • Kostnaður – Seljandi greiðir allan flutningskostnað til ákvörðunarhafnarinnar og vátryggingu.

SAMANTEKT Á ÁBYRGÐ KAUPANDA

 • Leyfi og tollapappírar –  Kaupanda ber að greiða allan kostnað tengdan innflutningsformsatriðum, þar meðtalið tolla og gjöld.
 • Flutningur – Kaupandi stofnar til framhaldsflutnings frá tilgreindri ákvörðunarhöfn sendingar til loka áfangastaðars
 • Yfirfærsla áhættu – Kaupandi tekur yfir ábyrgð á allri hættu á tjóni eða skemmdum frá þeirri stundu þegar vörurnar  hafa farið yfir borðstokk skips í höfn sendingarinnar.
 • Kostnaður – Kaupandi greiðir allan viðbótarkostnað vöru frá því að vörurnar hafa borist til ákvörðunarhafnar.

Þótt seljandi sé ekki lagalega ábyrgur fyrir fraktinni eftir að hún hefur farið yfir borðstokk skips í höfn sendingarinnar, þá gæti hann haft „vátryggjanlegan áhuga“ á meðan sjóferð stendur. Varfærni seljanda gæti orðið til  fyrirskipaðra kaupa á aukinni vátryggingu.

Fyrirvari

Texti og myndefni er þýðing á Incoterms 2010 efni frá International Chamber of Commerce (ICC). Beri eitthvað á milli er vísað í frumtexta sem má finna á www.iccwbo.org/incoterms/


Hér má nálgast Incoterms 2010